Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
18.5.2008 | 23:30
Nærbuxnabakþankar
Af hverju nærbuxur? Eitt af því fáa sem fólk klæðist en hefur þó lítinn sem engan tilgang. Nærbuxur þjóna jú sama hlutverki fyrir karlmenn og brjóstahaldari gerir fyrir stelpur, þetta hemur auðvitað allar hreyfingar á slátrinu. Það skýrir hins vegar ekki af hverju stelpur nota þær líka...nema kannski þegar þær eru á túr.
Eru þær til þess að fela nekt okkar? Ekki nema að þú sért alltaf að vippa þér úr buxunum fyrir framan ókunnuga. Reyndar hylja þær helgidóminn á þér ef þú gleymir að renna buxnaklaufinni upp eftir síðustu klósettferð.
Svo er hugsanlegt að þær þjóni hlutverki nokkurs konar fullorðnisbleiu. Sumir eiga það til að bora brókunum með hendinni inn í skarðið aftan á sitjandanum á sér til þess að svala kláðafýsn eða guð má vita hverju. Sömu sögu er að segja ef þú hristir ekki nógu vel eftir síðustu klósettferð.
Eru þær til þess að halda á okkur hita? Það eru reyndar takmörk fyrir því hversu hátt hitastig má vera á klofsvæði karlmanna vegna þess að annað hitastig verður að vera innan eistnanna en líkamans til þess að eðlileg frjósemi fari ekki úr skorðum. Ég fæ því ekki annað séð en að brækur minnki frjósemi a.m.k. ef þær hækka hitastigið eitthvað innan eistnanna.
Niðurstöðurnar eru sem sagt þær að við notum brækur af því að við þrífum okkur ekki nógu vel, gleymum alltaf að loka buxnaklaufinni eða þurfum reglulega að skreppa úr buxunum fyrir framan ókunnuga eða vegna þess að við erum svo nísk á getnaðarvarnir að við smeygjum okkur frekar í níðþröngar brækur sem minnka frjósemina á sem ódýrastan máta. Það skal tekið fram að þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar, hvort sem fólk trúir því eður ei, þá klæðist ég ennþá nærbuxum og er ekkert að fara að hætta því.
Vefurinn | Breytt 13.4.2011 kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar